Misheppnuð álmarkaðssetning í Hafnarfirði

Þessi markaðsetnig á álinu í Hafnarfirði finnst mér ekki vera að gera sig. Auglýsingarnar og aðgerðirnar eru gamaldags og ekki til þess gerðar að auka fylgi við álver...fólk er gleggra en þetta.

Ef á annað borð á að stæka álverið þá þarf að hugsa málið upp á nýtt og leggja fram nýja sýn og nýja ímynd...þessi er ekki að virka og Bjöggi Halldórs breytir henni ekki..held ég.

Betra að standa fyrir:

  •  Umhverfisráðstefnu: "Hvernig fer hrein stóriðja saman við umhverfisstefnu"
  • Leggja fé í að byggja upp ímynd: "Hreinasta verksmiðja í heimi"
  • Leggja fram mikla fjármuni í rannsóknir á bindingu á  CO2 og auglýsa það síðan.
  • Gríðarlega skógrækt...uppgræðsla kostuð af álverinu

Við sem hér á Íslandi búum verðum að finna fyrir vilja í að hlúa að umhverfinu til að geta séð hag í að hafa álver á Íslandi. Rökin um að við þurfum á þessu að halda peninganna vegna virkar ekki í nútímanum.

 Það er alveg ljóst að ef stóriðja á að þrífast á Íslandi framtíðarinnar þá þarf alveg nýja frjóa hugsun hjá þeim sem vilja slíkar framkvæmdir og það þarf að vera undir merkjum umhverfisverndar annars á þetta ekki séns.

Persónulega tel ég að tími þessara verksmiðja af þessari tegund á Íslandi sé liðinn. Ég geri mér þó grein fyrir að ýmsum ástæðum verði bætt við það sem nú er en það verður að gerast algerlega í samhljómi við umhverfisvernd (eða eins mikið og hægt er)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEYR...HEYR...  Hvað halda þeir að við séum ???!!  Og þeir eru ekki einu sinni að reyna að skafa af atkvæða-"veiðunum" !  Ef eitthvað er þá hjálpaði þetta mér að taka alvöru ákvörðun...og þið getið væntanlega ýmindað ykkur hver hún er...

Halldóra Skúladóttir (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 02:18

2 identicon

Frábært bloggframtak Hrafn!

Líst vel á það sem þú ert að skrifa og haltu áfram af krafti!

 Kveðja Jónella.

Jónella (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband